Y Combinator kynnir YC Fellowship

Y Combinator (YC), þekktasti og árangursríkasti viðskiptahraðall í heiminum, kynnti í dag nýja leið – YC Fellowship –  til aðstoðar frumkvöðlum. YC Fellowship er hugsað fyrir hugmyndir sem eru komnar mjög skammt á veg og styrkir (styrkir, ekki fjárfestir) YC frumkvöðlana sem valdir verða til þátttöku um 12.000$. YC Fellowship stendur yfir í átta vikur. Ekki verður gerð krafa um að stofnendur séu í Bandaríkjunum, svo þetta gæti verið góður vettvangur fyrir íslenska frumkvöðla. En Y Combinator hefur hingað til eingöngu boðið upp á þriggja mánaða viðskiptahraðal sem krefst þess að stofnendur séu í Bandaríkjunum í þann tíma.

Free money for nascent startups: http://t.co/JUjdNeGbYq
— Paul Graham (@paulg) July 20, 2015

//platform.twitter.com/widgets.js

Auk aðstoðar frá YC þá munu þeir sem komast inn verða kynntir fyrir einstaklingum sem geta hjálpað þeim að taka hugmynd sína lengra. Sérstaklega úr hópi stofnenda sem hafa farið í gegnum YC en þeir eru nú um 2.000 talsins.

Umsóknarfrestur er til 27. júlí næstkomandi en frekari upplýsingar er hægt að finna á http://fellowship.ycombinator.com.