Velkomin á Norðurskautið!

Velkomin á Norðurskautið. Norðurskautið fjallar um íslensk sprotafyrirtæki, stofnendur þeirra, fjárfesta og viðburði í sprotasamfélaginu. Fjármögnunarumhverfi verður kannað ítarlega og mörgum sjónarhornum velt upp í formi aðsendra greina og viðtala, svo eitthvað sé nefnt. Okkur, stofnendum Norðurskautsins, finnst skorta sérstaka umfjöllun um þessi málefni á Íslandi og er miðlinum ætlað að fylla í það skarð.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu Norðurskautsins, vilt skrifa eða hefur ábendingar um fréttir sendu okkur póst á nordurskautid@nordurskautid.is

Með kveðju,

Kristinn Árni og Brynjar
stofnendur Norðurskautsins