Tíu teymi valin í Startup Reykjavík
Tíu teymi voru valin til að taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík sumarið 2015, þetta kemur fram í tilkynningu sem var send út í dag. Teymin voru kynnt á Startup Iceland ráðstefnunni sem fór fram í gær.
Norðurskautið mun á næstu vikum fjalla ítarlega um Startup Reykjavík en teymin sem komust inn í ár eru samkvæmt tilkynningunni:
Wasabi Iceland — Ætla að rækta hágæða wasabi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og endurnýjanlega orku.
Kvasir software — Munu nútímavæða borðspil þar sem síminn þinn er stjórntækið og sjónvarpið borðspilið.
Farma — Tengir saman rafræn skilríki og rafræna lyfseðla. Fólk getur keypt lyf á netinu með öruggum hætti og fengið sent heim.
Viking Cars — Vettvangur til þess að deila bílnum sínum með öðrum með öruggum hætti — þetta er eins og Airbnb fyrir bíla.
Spor í sandinn — Munu byggja sjálfbært vistkerfi í hjarta borgarinnar sem býður upp á nýja upplifun í ferðaþjónustu
Genki instruments — Eru að þróa nýstárleg raftónlistarhljóðfæri sem tengja má saman með áður óséðum hætti.
Three42 — Hugbúnaður sem tekur við upplýsingum úr bílnum þínum og tengir beint við snjallsímann.
Delphi — Nýta þekkingu fjöldans til þess að spá fyrir um tiltekna viðburði í framtíðinni.
PuppIT — Þróa tækni til að taka upp myndefni í rauntíma til þess að nýta fyrir kvikmyndir, leiki, leikhús og sýndarveruleika.
Hún / Hann Brugghús — Stefna að því að búa til hágæða bjór úr íslenskum hráefnum.