Sjö þúsund hafa sótt Watchbox

Rúmlega sjö þúsund manns hafa sótt Watchbox frá framleiðslufyrirtækinu AppolloX frá því að appið kom út í App Store í apríl en appið var kynnt sem Snapchat fyrir hópa í umfjöllun Nútímans. Markaðssetning appsins hefur einblínt á íslenskan markað en fyrirtækið lítur á Ísland sem góðan prufumarkað fyrir vöruna. Samkvæmt tölum frá AppolloX þá hafa um 15% þ

watchbox-drawer

eirra sem sótt hafa appið orðið daglegir notendur. Tala sem mikil ánægja er með í herbúðum AppolloX fyrir fyrsta mánuð appsins. The Information skrifaði góða grein um retention notenda á samfélagsmiðlum og til samanburðar þá er Twitter með 39% retention eftir 30 daga og Instagram með 56%.

AppolloX var stofnað á síðasta ári, af fjögurra manan teymi sem vann áður að samfélagsmiðlinum Blendin, til að framleiða nýtt app á tveggja vikna fresti, um þetta var fjallað í Fréttablaðinu í desember á síðasta ári. Norðurskautið hefur öruggar heimildir fyrir því að þeir hafi pivotað og einbeiti sér nú eingöngu að Watchbox.

Appið hefur undanfarið verið í samstarfi við Vísi og birt efni frá Eurovision-keppninni.

Fyrirtækið er með runway út árið 2015 eftir fjárfestingu frá Kjartani Ólafssyni, hjá Volta Ventures, á síðasta ári. Norðurskautið óskaði eftir upplýsingum um upphæð fjárfestingarinnar en fékk þær ekki. Viðræður við íslenska fjárfesta standa nú yfir og stefnt er að því að loka annarri fjármögnunarumferð seinna á þessu ári til að tryggja áframhaldandi þróun Watchbox.