Radiant Games boðið að pitcha á 'Invest in Games'
Radiant Games, íslenskt tölvuleikjafyrirtæki sem vinnur að því að gera tölvuleiki sem kveikja áhuga barna á grunnatriðum forritunar, hefur verið boðið að kynna fyrirtækið fyrir fjárfestum á ‘Investing in Games’ viðburði á Nordic Game ráðstefnunni í Svíþjóð. Á viðburðinum kynna valdir leikjaframleiðendur sig fyrir fjárfestum í ‘speed-dating’ sniði. Það má því segja að formlegt fjármögnunarferli Radiant Games sé að hefjast með ferðinni til Stokkhólms. Fyrirtækið hefur áður fengið tæplega 40 milljón króna verkefnisstyrk frá TÞS yfir þriggja ára tímabil.
Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Radiant Games, vill í samtali við fréttamann ekki láta uppi hvaða upphæð Radiant Games sækjast eftir í fyrstu umferð fjármögnunar. “Það er dýrt að búa til leiki að staðaldri, en við sjáum mikil tækifæri” segir Vignir, sem bendir til að fyrirtækið sækist eftir stórri seed-lotu. Til samanburðar má nefna að fyrirtækið Hopscotch, sem líkt og Radiant Games vilja kveikja áhugann á forritun með leikjavæðingu, fengu $1.2m í sinni fyrstu umferð. Það má því ætla að fjárhæðin sem þeir sækjast eftir sé í kringum milljón dollara.
Fyrirtækið hefur síðastliðna mánuði unnið að fyrsta leiknum sínum ‘Box Island’. Í leiknum notar leikmaðurinn einfaldar forritunarskipanir líkt og ‘for’ lúppur til að koma hetjunni ‘Hiro’ á ævintýraeyjunni Box Island. Hér má sjá kynningarsíðu fyrir Box Island. Vignir segir að stefnt sé að því að gefa leikinn út á Íslandi í júlí og í kjölfarið um allan heim, en að nákvæm tímasetning á útgáfunni sé óljós. Viðræður við mögulega samstarfsaðila við markaðssetningu og kynningu á íslensku útgáfu leiksins er í startholunum.