Klang Games ljúka við fjármögnun frá fjárfestum Supercell

London Venture Partners

Íslenska leikjafyrirtækið Klang Games, sem stendur að baki leiknum ReRunners,
var að tilkynna um fjárfestingu frá félaginu London Venture Partners. LPV fjárfesti áður í finnska félaginu SuperCell sem hefur náð mjög miklum árangri með leikjum sinum Clash of Clans og Boom Beach. Þetta kemur fram á Venture wire.

Teymið á bakvið Klang er mjög ánægt með tilvonandi samstarf. „Margra ára reynsla LVP og innsýn í leikjaframleiðslu, bæði hefðbundna og á snjalltækjum, er mjög mikils virði fyrir okkur,“ segja Oddur Magnússon, einn stofnenda, í fréttatilkynningu. David Lau-Kee, fjárfestir hjá LVP sagði um samstarfið að “LVP er stolt af því að fjárfesta í efnilegum leikjafyrirtækjum með skýra sýn og möguleikann á að gera frábæra hluti fyrir leikjabransann.“

Norðurskautið hefur áður fjallað um ReRunners leikinn, og líkt og þar kom fram eru áætlanir Klang Games að soft-launcha ReRunners til að læra um notendur og hegðun þeirra. Leikurinn verður fyrst gefinn út í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Filipsseyjum, en stefnt er að gefa hann út á heimsvísu í október.