Hlaðvarp: Kaup og kjarakerfi sprotastarfsfólks

Í þætti dagsins fjalla Kiddi og Jökull um kjarakerfi sprotastarfsfólks (e. compensation scheme). Þeir fara yfir hvernig þau eru almennt og hafa verið hingað til, umræðu þess efnis að það sé tímabært að breyta kerfunum og af hverju það stafar. Einnig fara þeir yfir hugmyndir um hvernig þessar nýju útfærslur á kjarakerfum gætu litið út.

Í hlaðvarpinu er vísað í nokkrar greinar. Bloggfærsla Aaron Harris hjá Y Combinator: We need to rethink employee compensation. Bloggfærsla First Round Ventures: A Counterintuitive System for Startup Compensation. Færsla Fred Wilson um vesting og kauprétt.

Hvernig er kerfið hjá þínu sprotafyrirtæki? Eruð þið að prófa nýja hluti? Endilega svarið í kommentum hér fyrir neðan.