Helgarlesturinn #1 – Fimm greinar til að lesa um helgina

Snapchat stefnir á hlutafjárútboð

Margir fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu um orð sem Evan Spiegel, forstjóri og stofnandi Snapchat, lét falla á Code tech ráðstefnunni í Suður Kaliforníu um að Snapchat þyrfti á hlutafjárútboði að halda. Orðin hafa vakið mikla athygli og umræðu, sérstaklega í ljósi þess að Snapchat er enn ‘pre-revenue’ – þ.e. hefur engar raunverulegar tekjur – en sjaldgæft er að fyrirtæki fari í hlutafjárútboð án tekna þessa dagana, þó svo að pre-revenue hlutafjárútboð hafi verið algeng í kringum aldamótin 2000.

Kaup Verizon á AOL á 4.4 milljarða dali

Símafélagið Verizon keypti netrisann AOL fyrir stuttu síðan á 4.4 milljarða dali. Kaupin miða að því að koma Verizon betur inn á margmiðlunarmarkaðinn, hvað varðar auglýsingar í myndskeiðum, en AOL hefur á síðustu árum byggt auglýsingatækni fyrir myndbönd. A16z hlaðvarpið fjallar um kaupin þar sem m.a. Chris Dixon, sérfræðingur í ‘ad-tech’ er einn viðmælenda

Marc Andreessen í nærmynd hjá New Yorker

Skemmtileg og fróðleg umfjöllun um einn umdeildasta fjárfesti Kísildals.

The Lesson of “Don’t forget all the parts move” – Umfjöllun um RIM / BlackBerry og hvernig þeir misstu markaðinn á bloggi Steven Sinofsky

Góð greining Steven Sinofsky um hvernig miklar og örar breytingar á farsíma- og snjalltækjamarkaði fóru algjörlega framhjá BlackBerry.

I Let IBM’s Robot Chef Tell Me What to Cook for a Week

Bloggarinn Matt O’Leary prufukeyrði Chef Watson verkefni IBM, og eldaði uppskriftir sem gervigreindi kokkurinn stakk upp á. Gervigreindin býr til uppskriftir að réttum úr þeim hráefnum sem eru sett inn. Uppskriftirnar eru oft byggðar á uppskriftum sem eru þekktar, en Watson skiptir út hráefnum (stundum á mjög óvenjulegan hátt) til að umbeðin hráefni passi í réttinn. Þess fyrir utan vinnur Watson verkefnið hjá IBM meðal annars að því að greina sjúkdóma, og keppir í Jeopardy.