Arctus, Crowbar Protein og e1 sigurvegarar ClimateLaunchpad á Íslandi
Fimmtudaginn síðastliðinn var tilkynnt um sigurvegara í ClimateLaunchpad á Íslandi, forkeppni fyrir keppnina ClimateLaunchpad sem fer fram í Hollandi í september. Auk þáttökuréttar í keppninni í Hollandi fá fyrirtækin inneign frá Macland, rágjafartíma frá KPMG og farmiða á keppnina í haust.
Sigurvegararnir eru fyrirtækin Arctus, sem er að þróa umhverfisvænni leið til að framleiða ál, Crowbar Protein, sem þróar og framleiðir matvörur úr skordýrum, og e1, sem stefnir á að gera app sem hjálpar rafbílaeigendum að deila aðgengi að hleðslustöðvum.
ClimateLaunchpad Ísland er haldið af Klak Innovit.
Á myndinni eru Konráð og Axel frá e1, Jón Hjaltalín frá Arctus, Búi Bjarmar frá Crowbar Protein og Stefán Þór frá Klak Innovit. Myndina tók Haraldur Guðjónsson.